Prentun

Prentþjónusta ásprents

Við getum leyst nánast öll mál sem snúa að prentun á pappír og karton og leggjum áherslu á að veita skynsamlega og ábyrga ráðgjöf og leita ávallt hagstæðustu lausna fyrir viðskiptavini. Við byggjum á öflugri liðsheild starfsfólks með mikinn faglegan metnað. Starfsfólk okkar er fagmenntað í prentgreinum og hefur áratuga reynslu á sínu sviði.

Persónuleg þjónusta, hröð afgreiðsla verkefna, nýjasta tækni með áherslu á einfaldar lausnir og ábyrg ráðgjöf eru atriði sem við leggjum áherslu á.

Við framleiðum kynningarefni í öllum regnbogans litum, nafnspjöld, bæklinga, möppur, ársskýrslur, dagatöl, cd-hulstur, skýrslur, umbúðir og margt fleira.  Við hjálpum þér við að finna skemmtilegar og hagkvæmar lausnir sem vekja athygli á þínu fyrirtæki.

Við bjóðum þér alla prentun sem þú þarft fyrir skrifstofuna, umslög, bréfsefni, nafnspjöld, vinnubækur, reikninga, greiðsluseðla, skrifblokkir og annað sem nauðsynlegt er.  Afgreiðslutíminn er skammur og við erum alltaf til í bjarga málunum einn, tveir og þrír ef þú lendir í vandræðum og vantar gögn.

 

Senda fyrirspurn varðandi prentun