Stafræn prentun

Stafræn prentun Í stafrænu deildinni okkar er fullkominn tækjabúnaður til prentunar og frágangs á stóru sem smáu. Það er afar hagkvæmt að prenta í stafrænni prentun ef upplag er tiltölulega lítið. Við veitum ábyrga ráðgjöf um hagkvæmustu leiðir við framleiðslu prentgripa og leggjum áherslu á skjóta, góða og persónulega þjónustu.

Sem dæmi um þá prentþjónustu sem stafræna deildin sér um má nefna: Nafnspjöld - sálmaskrár - veggspjöld – bæklinga – reikninga – boðskort – dreifimiða – kennslugögn – skýrslugerð - útboðsgögn - innbindingar – plasthúðun – stimplagerð – teikningaprentun – stórprent og margt fleira.