Ásprent Stíll ehf. var stofnað í núverandi mynd 1. september 2003 með sameiningu prentsmiðjunnar Ásprents og auglýsingastofunnar og skiltagerðarinnar Stíls. Í raun má þó rekja sögu fyrirtækisins allt aftur til ársins 1901 en þá stofnaði Oddur Björnsson prentsmiðjuna POB á Akureyri. POB var sameinað Ásprenti árið 1995 sem síðan varð að Ásprenti Stíl árið 2003. Síðan þá hafa nokkur prentfyrirtæki runnið inn í Ásprent og má þar nefna Alprent, Límmiða Norðurlands, Prenttorg og Stell. Það má því segja að í Ásprenti sé búið að sameina þá þekkingu og reynslu sem byggð hefur verið upp í prentiðnaði á Akureyri á liðnum áratugum.