Sagan okkar á Akureyri

Í febrúar 2021 sameinast prentsmiðjan Ásprent Stíll ehf og Prentmet Oddi ehf. Árið 2003 höfðu Ásprent og auglýsingastofan og skiltagerðin Stíll sameinast undir nafninu Ásprent Stíll ehf en með sameiningu Ásprents og Prentmets Odda lýkur sögu skiltagerðar hjá fyrirtækinu.

Í raun má þó rekja sögu fyrirtækisins allt aftur til ársins 1901 en þá stofnaði Oddur Björnsson prentsmiðjuna POB á Akureyri. POB var sameinað Ásprenti árið 1995 sem síðan varð að Ásprenti Stíl árið 2003. Síðan þá hafa nokkur prentfyrirtæki runnið inn í Ásprent og má þar nefna Alprent, Límmiða Norðurlands, Prenttorg og Stell og núna síðast sameinast Ásprent Prentmeti Odda. Það má því segja að í Ásprenti Prentmeti Odda sé búið að sameina þá þekkingu og reynslu sem byggð hefur verið upp í prentiðnaði á Akureyri á liðnum áratugum.

 

 

Að öðrum ólöstuðum var það Oddur Björnsson sem lagði grunninn að prentiðnaðinum á Akureyri á sínum tíma. Hann nam prentiðn í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Prentverk Odds Björnssonar stofnaði hann á Akureyri árið 1901. Oddur hafði gríðarlegan áhuga á öllum þáttum prentverks og mikinn faglegan metnað. Hann þjálfaði fjöldan allan af starfsmönnum og lagði ríka áherslu á að fólk hans aflaði sér menntunar á sínu sviði. Árið 2011 gaf Ásprent út almanak sem tileinkað var sögu prentiðnaðar á Akureyri og því fólki sem unnið hefur í greininni. Því fólki eigum við, sem nú störfum við prentþjónustu, margt að þakka. Almanakið má sjá hér