Svansvottun og umhverfismál

Svansvottun og umhverfismál 

Svansvottun

FSC vottun

Prentsmiðja Prentmets Odda er umhverfis- og gæðavottuð samkvæmt stöðlum Svansins, norræna umhverfismerkisins. Vottunin tekur til framleiðsluferla, pappírs, notkunar kemískra efna og endurvinnslu. Það hefur alla tíð verið kappmál starfsmanna prentsmiðjunnar að tryggja hámarksnýtingu hráefnis, lágmarka orkunotkun og endurvinna hráefni og úrgang sem kostur er. Svansvottunin er staðfesting á þessari vinnu og tryggir að stöðugt er unnið að því að takmarka neikvæð áhrif framleiðslunnar á umhverfi og heilsu.

Allur pappír sem notaður er í prentsmiðju Prentmet Odda er með FSC vottun ( Forest Stewardship Council ) en vottunin merkir að allur viður sem varan er unnin úr kemur úr nytjaskógum sem stýrt er með sjálfbærum hætti. 

Viðskiptavinir okkar geta treyst því að ávallt er hugað að umhverfisáhrifum við innkaup, framleiðsluferli og endurvinnslu.